Davíð er bestur !

Mögnuð ræða Davíðs á Landsfundinum varð til þess að ég íhuga nú alvarlega hvort Barni Ben og Kristján Þór séu verkinu vaxnir, þ.e. formennskan í Sjálfstæðisflokknum. Skarð Davíðs er vandfyllt. Um stund vonaðist ég til þess að hann klykkti út með því að lýsa yfir framboði til formanns. Mér varð ekki að ósk minni.... en Davíð á ófáa stuðningsmenn í röðum Landsfundarfulltrúa, þótt sumum þeirra hefðu nú ekki verið vandaðar kveðjurnar!
mbl.is Víkingar með Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skil alveg af hverju sjálfstæðismenn sækja skemmtiatriðin í valhöll..hvílík fyrring...

zappa (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 17:47

2 identicon

Reyndar í byrjun hljómaði það svoldið þannig þ.e. eins og hann væri að fara að gefa kosta á sér til formanns.

Aftur á móti þarf ekki að segja meira en þetta: Hann líkti sér við Jesú á krossinum!!!

Egill (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 18:16

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Blind dýrkunin á þennan mann af hálfu sjálfstæðismanna er orðin vandræðaleg. Davíð á þó skilið Dirty-speech awards 2009 fyrir ræðuna.

Guðmundur St Ragnarsson, 28.3.2009 kl. 18:50

4 identicon

Persónuleikaröskun, veruleikafirring, afneytun, hroki og sjálfsdýrkun.

"Allir aðrir en ekki ég" Er rauði þráðurinn.

Ömulegt að horfa uppá þennann mann enda sem biturt gamalmenni með brenglað veruleikaskyn.Ömurlegt að sjá alla klappa og kynda undir mugæsinguna. Er Davið virkilega að tala fyrir hinn almenna félagsmann. Ekki mig takk fyrir.

Birgir Hauksson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 21:29

5 identicon

Svona las ég í þessa ræðu og vona svo sannarlega að sem flestir hafi gert það líka. Þarna voru saman komin 2000 sjálfstæðismenn og klöppuðu vyrir manninum sem sagði að þetta væri ekkert Sjálfstæðisflokknum að kenna, og mér er spurn, er þá ekkert að marka þessa afsökunabeiðni og alla þessa auðmýkt, er það allt saman fals til að lúra kjósendur til að kjósa skrímslið? Eftirfarandi skrifaði ég í kjölfar þess að hlusta á manninn með jesúkomplexana:

Davíð opnaði munninn og sagði tvö orð, gerði svo hlé á máli sínu þá klappaði allur salurinn eins og salurinn væri fullur af litlum hlýðnum skólastrákum. Bíddu er það þannig að Sjálfstæðismönnum finnst að þeir séu algjörlega saklausir af efnahagshruninu, er þá ekkert að marka þetta tal um afsökunarbeiðni? Davíð líkti sér á mjög ósmekklegan hátt við ekki minni mann en sjálfan Jesús Krist. Svo gerði hann grín af kvennréttindabaráttu með því að gefa skít í það að nektardans væri bannaður. Landsfundargestir tóku undir og klöppuðu mansali lof í lófa. Svo tók Davíð sig til og gerði grín af alshæmer. Hann talaði einnig mikið um stjórnarskránna en gleymdi auðvitað að minnast á það að hann hefði marg brotið það plagg sjálfur. Hann líkti fólkinu sem mótmælti þessu ástndi sem hér hefur ríkt við arfa, takk fyrir það Davíð. ósmekklegt var einnig að hlusta á manninn gera grín af útliti Jóhönnu (,,hún lítur reyndar út ein og álfur út úr hól”) Sigurðar og því að hún væri samkynhneigð. Svo sagði hann að það væru mörg ár síðan hann hafi farið að hafa áhyggjur af bönkunum, bíddu, út af hverju gerði hann þá ekkert, út af hverju sagði hann þá ekkert, út af hverju í andskotanum gerði valdamesti maður íslands ekki rassgat til að koma í veg fyrir þetta, nei hann montaði sig frekar fyrir hverjar kosningar á því hvað kæmi mikið í ríkissjóð frá bönkunum. Það sem stendur eftir þessa ræðu er það eitt að maðurinn er svo firrtur að hann heldur því blákalt fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé bara algjörlega saklaus, hafi í raun bara ekki komið nálægt þessu. Já mikið getum við íslendingar þakkað fyrir að hafa átt mann eins og Davíð Oddsson, svo þarf enginn að segja mér það að ef ráðherranefndin sem öllu réði um sölu bankanna hefði viljað selja bankana í dreifðri eingaraðild þá hefði það ekki verið neitt mál, svo það er ansi ódýrt að klína því á Samfylkinguna að bankarnir hafi verið seldir vinum Sjálfstæðis og Framsóknarflokksins. Það er sem sagt bara áframhaldandi eintómur HROKI úr þessari áttinni! Einnig var aumkunarvert að hlusta á meðbærður fíflsins hlægja og klappa með öllu ruglinu.

Valsól (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband