Eru aðrir þingmenn ónæmir fyrir hundaofnæmi?

Á stundum hendir það á göngu með heimilishundinn að vegfarendur setja sig í stellingar og segjast vera með ofnæmi fyrir hundum. Ælti alþingismenn séu ónæmir fyrir því?

Og, sem talsmaður hundafólks (skyndilega og óvænt) þá veltir maður fyrir sér fordæminu sem hér er gefið... það er óheimilt að koma með hunda í allar opinberar byggingar, heilsugæsluna líka. Má ég þá núna taka hundinn minn með á þingpallana?


mbl.is Geir kveður og X heilsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ert þú blid? Afhverju ættir þú að þurfa að taka hundinn þinn með þér á þingpallana? Eða aðrar opinberar byggingar ef því er að skipta?

Jón Bergsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 17:59

2 Smámynd: Stokkarinn

Ég veit reyndar ekki hvernig þetta er á Íslandi en í Svíþjóð mega blindarhundar fara með eigendum sínum á alla staði sem eigendurnir mega fara á.

Þannig að ég myndi gera ráð fyrir því að þú mættir taka hundinn með þér, gefið að þú sért blind og með sérþjálfaðan hund.

Stokkarinn, 25.3.2009 kl. 18:05

3 identicon

Gerðu ná sjálfri þér greiða og fjarlægðu þetta blogg! Þú ert þér til skammar

Bragi Þór Antoníusson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 18:15

4 Smámynd: Rebekka

Eins og fólk hefur bent á, þá er þetta ekki einhver ótaminn rakki úr sveitinni, heldur blindrahundur Helga Hjörvars þingmanns.  Ef þú værir alvarlega sjónskert eða blind, þá þætti mér mjög líklegt að þú mættir taka með þér blindrahundinn þinn á þingpallana.

Rebekka, 25.3.2009 kl. 18:22

5 identicon

Ertu semsagt að segja að þú vitir ekki að aðrar reglur gildi um blindrahunda en aðra hunda? Ég get ekki trúað því að þér hafi verið treyst fyrir að reka leikskóla, ég segi ekki annað.

Finnst þér semsagt að blindir geti ekki verið á þingi? eða fer það eftir flokki kannski? Fordómarnir eru yfirgengilegir í þessari færslu auk þess sem þú upplýsir almenning um vanþekkingu þína alvarlega.

Sigurveig (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 18:32

6 identicon

Ég trúi því varla að ég sé að lesa þessa færslu árið 2009. Ef þetta hefur átt að vera fyndið þá mistókst það gersamlega en ég vil samt trúa því að það hafi verið meiningin frekar en að þú hafir í alvöru meint það sem þú segir hér að ofan. Ég get ekki ímyndað mér að fólk með fulle fem hagi sér svona.

Anna Margrét Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 18:48

7 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ég er ekki hissa á þessarri bloggfærslu þinni.

Það var nefnilega hér þegar ég fyrst heyrði talað um þessa blindrahunda kom þessi spurning fram.

Það er víst þannig að hundarnir fylgja eigandanum hvert á land sem er ef þannig má að orði komast.

Svo sé ég að "gáfumenni" þau er rita misvel hér í athugasemdir hjá þér þurfa að byrja á námi í samskiptafræðum þar sem tekið er sérstaklega á ókurteisi.

Spurning hvort þú viljir taka að þér leikskólastigið í náminu þeirra, ég býst við að þau þurfi að byrja þar

kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 25.3.2009 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband