Frakkland og Ísland, þegar börn eru annars vegar

Í matvöruverslunum hér í Frakklandi eru sælgætisbarirnir ekki að flækjast fyrir fólkinu. Fyrir utan matvörubúðir er úrval yndislegra ávaxta og berja, enda er að bresta á uppskerutími jarðarberja og kirsuberja, ásamt öllum hinum girnilegu og gómsætu ávöxtum sem boðið er uppá. Hér má fá i litlum öskjum hálf kíló af hverri sort.... og maður grípur þetta með inn í búð og bætir svo við mjólkinni, ostinum, kæfunni, salatinu og öðru því sem vantar. Í stað þess að hafa kex fyrir börnin í bílnum, eða þá sælgæti af einhverju tagi, þá er maður með kirsuberin sætu og góðu... og enginn fær harðlífi af því ! ! ?
Hér heima kemst maður ekki spönn frá rassi í verslununum fyrir gotteríi og nammi af öllum sortum. Íslensk börn eru að fitna, en þau frönsku eru ennþá bara nett.
Kirsuberin kosta 9 evrur kílóið, og hálft kíló er á 4,90. Svipað verð er á jarðarberjunum..... Nei, það er ekkert erfitt að velja, en auðvelt að hafna namminu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband