Leikvellir og opin svæði fyrir börnin í Nice

Það kom satt að segja notalega á óvart þegar við fórum með börnin í gönguferðir um næsta nágrenni við hótelið okkar að hvarvetna má finna litla garða með bekkjum í skugga himinhárra trjáa og leiktækjum fyrir börn á öllum aldri. Þessir leikgarðar eru rækilega girtir af með spjótsoddum í 2,5 metra hæð... og enginn kemst yfir nema fuglinn fljúgandi. Hliðin eru traust og góð. Í Þessum görðum eru gjarnan ömmur eins og ég með barnabörnin sín tvö eða þrjú, nú eða foreldrar eða barnfóstrur með börnin sín.
Korter í tólf hverfa allir af vellinum og fara heim i mat og taka síðan siestalúrinn sinn.
Við höfum nú ekki fundið rólur enn, en margvísleg klifurtæki, litla kofa að prikast áfram í, ruggutæki fyrir einn eða fleiri og hringekjuna vinsælu sem við snúum fyrir börnin.
En mest er gaman að elta dúfurnar.....
Í þessum görðum er líka að finna fullorðið fólk með stafinn sinn eða göngugrind sem nýtur þess að fylgjast með ungviðinu hlaupa um.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband