Færsluflokkur: Dægurmál
Fór í göngu um nokkra af Ausfjörðunum. Sá þar ýmis atvinnutækifæri.... t.d. guðdómlegar hvítar sandstrendur, hreinan sjó, sumstaðar mjög aðdjúpt og annars staðar grunnar víkur sem verða ylvolgar á heitum sumardögum.
Austfirðingar eru ekki eins þróaðir í þessum fjallgöngutúrisma og Vestfirðingarnir, því hægt var að útvega sér "bauk" um óbyggðir norðan við hníf og gaffal, eins og Gunnar bæjarstjóri kallaði það.
Svo mætti taka til hendi við að gera upp gamlar byggingar. Seyðisfjörður er dæmi um mjög skapandi sveitarfélag þar sem nýjungum er tekið höndum tveim og aðkomufólk boðið velkomið.
Gaman að kynnast Austfjörðum! Við eigum gott og gjöfult land. Ekki selja okkur Tjallanum, eða Láglendingunum... plís..
Dægurmál | 3.7.2009 | 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Get ekki á mér setið, eftir að hafa ekið hringveginn... og keyrt í bæinn í gærkvöldi. Ykkur til upplýsingar þá fórum við frá Mývatni til Akureyrar í gær, og satt að segja, þá minnist ég þess ekki að hafa mætt einum einasta bíl á leiðinni frá Fnjóskadal yfir í Eyjafjörðinn, né að hafa séð bíl á undan eða eftir okkur. Engin umferð fyrr en við vorum komin niður í Eyjafjörðinn. Hins vegar er öll umferð nálega stopp á veginum frá Rauðavatni austur á Selfoss, allar helgar, meira og minna....... fréttir af umferðartöfum á Suðurlandsvegi eru ekki ýktar.
Vesturlandsvegurinn hins vegar var í góðu lagi alveg þar til við komum að Þingvallaafleggjaranum, þar var umferðin mjög hæg, þar til við komum á tvöfalda kaflann í Mosfellsbæ.
Hvað er að þessum þingmönnum?? Ferðast Kristján Möller aldrei um Suðurlandsveg?
Dægurmál | 29.6.2009 | 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Horfði á stóran ránfugl elta uppi lítinn mófugl í dag. Ójafn leikur það, sá stóri steypti sér yfir vesalinginn, sem átti ekki undankomu auðið.
Líkt er komið fyrir okkur Íslendingum, þeir stóru elta okkur á röndum og reyna að éta okkur. IceSave í líki ránfuglsins...
Dægurmál | 28.6.2009 | 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Handtekinn fyrir illa meðferð á hundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 28.6.2009 | 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er aldrei gott að kasta grjóti úr glerhúsum. Gamlir Kópavogsbúar þekkja verk Gunnars og eru honum þakklátir fyrir. Kópavogur væri ekki sá bær sem við þekkjum í dag ef Gunnars hefði ekki notið við. Kópavogur er öflugasta sveitarfélagið í landinu, vegna verka og verkkunnáttu hans.
![]() |
Vilja ekki að Gunnar hætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 15.6.2009 | 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
![]() |
Svandís tekur við embætti umhverfisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 10.5.2009 | 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hundar geta átt langa ævi. Sérstaklega þegar vel er hugsað um þá. Skyldi dvölin í hundaathvarfinu hafa hert blessað dýrið?
Ekki veit ég um það, en það lýsir vissum mannkostum að lóga ekki litla greyinu heldur koma því fyrir í hundaathvarfi og gefa því möguleika á langri ævi. Týra mín var líka sótt í slíkar aðstæður, og hún var vissulega miður sín og óttaslegin þegar ég fékk hana. Núna er hún fyrirmyndarheimilishundur. Áfram Chanel! Áfram Týra! Og ég elti Týru...... og öðlast aukið þol og kraft..
![]() |
Chanel er elsti hundur í heimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 10.5.2009 | 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Illa líst mér á kosningarnar framundan. Æ fleiri tala um að skila auðu. Og svo eru það þeir sem velja vinstri græna, til þess eins að tryggja að aðdragandi bankahrunsins verði kannaður til hlítar.
Gildur samfylkingarmaður lýsti því yfir í mín eyru núna fyrir helgina, að sér væri rétt sama um það hvort einhverjir aðilar/aðili suður á Spáni, eða annars staðar í Evrópu réðu því hverjir fengju að fiska á Íslandsmiðum og hvenær. Honum var bara skítsama.... gat ekki verið meira á sama, því að hans mati værum við Íslendingar búin að sýna fram á að við værum ófær með öllu að halda í sjálfstæði okkar, við værum of fá og upptekin við að skara eld að eigin köku, hvert okkar og eitt. Og hann er Vestfirðingur....! !
Evrópusambandið er fyrir mér eins og Mjólkursamsalan..... gagnvart Thor Jensen á Korpúlfsstöðum forðum daga. Og allar hugsanlegar undanþágur okkar frá regluveldinu munu verða tímabundnar.... að lokum kingjum við og kokgleypum. Það er ekki alls staðar velsældin í Evrópu...., ætli íbúar í Liege í Belgíu muni ekki tímana tvenna?
Það þarf mikið til að sannfæra mig um ágæti þess að hlaupa í faðm Evrópusambandsins. Hundsins míns vegna liggur leið mín alltof oft að minnisvarðanum um Erfðahyllnguna 28.júlí 1668....., Svo virðist sem við Íslendingar missum sjálfsforræð okkar sem þjóð á 400 ára fresti, og þegar við endurheimtum það, þá dugar það ca hálfa öld, og allt byrjar upp á nýtt?
Dægurmál | 12.4.2009 | 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Víkingar með Samfylkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 28.3.2009 | 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Á stundum hendir það á göngu með heimilishundinn að vegfarendur setja sig í stellingar og segjast vera með ofnæmi fyrir hundum. Ælti alþingismenn séu ónæmir fyrir því?
Og, sem talsmaður hundafólks (skyndilega og óvænt) þá veltir maður fyrir sér fordæminu sem hér er gefið... það er óheimilt að koma með hunda í allar opinberar byggingar, heilsugæsluna líka. Má ég þá núna taka hundinn minn með á þingpallana?
![]() |
Geir kveður og X heilsar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 25.3.2009 | 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar