Sjö sinnum Sunnlendingar..

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni var meðalumferð veturinn 2008 á Hellisheiðinni nær 5000 bílar á sólarhring. Um Víkurskarðið fóru hins vegar  rúml. 750 bílar á sólarhring.

Samkvæmt Umferðarstofu er slysatíðni á vegkaflanum frá Hveragerði að Grímsnesafleggjara við Selfoss rúmlega 4 slys á hvern ekinn kílómetra á 10 ára tímabili. Hins vegar er slysatíðnin í Víkurskarði undir talsvert undir 1 slysi á ekinn kílómetra á sama tímabili, eða sjö sinnum meiri.

Þegar við skoðum svo umferðartölurnar yfir sumarmánuði 2008 á Hellisheiðinni þá snarhækka þær í nálega 8000 bíla á sólarhring. í Víkurskarðinu nær sumartraffíkin rúmum 1900 bílum. 

Samgöngumálaráðherra kannast ekkert við kjördæmapot. Þá liggur beint við að spyrja:

Eru vegfarendur á norðausturhorninu svona miklu dýrmætari en sunnlenskir, suðvesturhornskir íbúar landsins? Hvaða rök liggja þar að baki ? ?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband