Hlustaði á Hallgrím Thorst í morgun, þar sem hann ræddi við Magnús Þór og Guðjón, forystumenn Frjálslynda flokksins. Lét mér detta í hug að hringja og leggja fyrir þá spurningu, en þar sem ég var að keyra austur fyrir fjall, þá lét ég það ógert.
En, fyrst stjórnarandstæðingar kvarta undan skorti á fjölmiðlaumfjöllun á málefnum sínum og málflutningi á Alþingi, hvers vegna reyna þeir ekki að halda úti fjölmiðli?? Meina, dagblaði? Er það bara Jón Ásgeir sem hefur aðgang að auglýsingamarkaðinum til að halda úti dagblaði? Þarf virkilega heilan her af starfsmönnum til að gefa út málgagn? Má ekki komast af með nokkra, jafnvel bara einn eða tvo menn, sem bæði sinna skrifum og auglýsingaöflun? Og er prentkostnaðurinn svo óyfirstíganlegur? Erum við, skattborgararnir ekki að styrkja flokkana um miljónir, á miljónir ofan? Gætu þeir ekki nýtt sér hluta þessa fjár til útgáfustarfa?
Hefði nefnilega haldið að núna væri tíminn til að bretta upp ermar, og blása til útgáfu. Ég segi nú fyrir mig.... ég sakna gömlu blaðanna (vitandi að þau voru málgögn flokkanna og litu sannleikann sínum augum). Tíminn, Alþýðublaðið, Þjóðviljinn..... það eru nefnilega ekki allir svo vel heima í netheimum.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.