Las mér til ánægju að borgarráð Reykjavíkur hefði samþykkt að leggja fram 10 millj. til að kanna "hagkvæmni og fýsileika" þess að koma á slíkum samgöngum milli Keflavíkur og Reykjavíkur enda komi ríkisvaldið með annað eins fjármagn á móti. Gott mál.
Við Íslendingar erum orðnir svo háðir bílum að við hreyfum okkur ekki milli húsa nema akandi. Samgöngukerfið er löngu brostið, það ber ekki alla þessa bíla.
Þegar menn eru að reikna kostnað við að koma á rafdrifnum lestum milli staða á suðvesturhorninu, gleymist algerlega að taka með í kostnaðinn við bílismann bílastæðafjöldann, sem eru bæði plássfrek og taka dýrmæt landsvæði, og svo hitt að gerð bílastæðis er kostnaðarsamt. Um þetta var áhugaverður þáttur í útvarpinu í vetur, og vakti mig til umhugsunar um eiginlegan kostnað við að halda úti almannasamgöngukerfi sem nánast enginn notar lengur. Ég játa að ég hef ekki séð tölur yfir fjölda farþega með strætó eftir að nemendum á ýmsum skólastigum bauðst að nota kerfið ókeypis, en geri ekki ráð fyrir að fjölgunin sé svo verulega mikil, amk. ekki miðað við þann fjölda sem situr í strætó þegar ég mæti þeim á hundarölti mínu. Kostnaðurinn við almannasamgöngur á höfuðborgarsvæðinu er gríðarlegur og sýnist sitt hverri sveitarstjórninni sem að kerfinu standa.
Lest milli Mjóddar og Keflavíkur myndi tvímælalaust verða mikil samgöngubót og líklega myndi stór hópur fólks hætta að aka suður í Keflavík til að fara í flug. Sömuleiðis væri það liður í að leggja af Reykjavíkurflugvöllinn að koma á tíðum og hröðum samgöngum milli Keflavíkur og höfuðborgarsvæðisins.
Kópavogsbúar, sem eru fjölmennasta sveitarfélagið í landinu að Reykjavík undanskilinni, hafa t.d. ekki notið rútusamganga við Keflavík, því rútan stoppar í Garðabæ, en ekki í Kópavogi, og ekur hún þó í gegnum Kópavog...! Ég hef því tekið þann kostinn að fara úr rútunni í Garðabæ og tekið leigubíl þaðan heim í Kópavog. En þetta er nú útúrdúr, áfram með lestarumræðuna.
Þegar teinninn væri kominn í Mjóddina, mætti hugsa sér tengingu niður á Umferðarstöð, eða vestur í bæ þess vegna annars vegar, og svo hins vegar suður í Þorlákshöfn, áfram í Hveragerði og á Selfoss. Ég er fullviss um að margur sumarbústaðareigandinn myndi geta hugsað sér að ferðast á milli Suðurlandsins og höfuðborgarinnar í lest. Á sléttlendinu á Suðurlandinu mætti hugsa sér að koma upp hjólreiðastígum og við líkt og Kínverjarnir og Danirnir ferðuðumst á hjólum styttri vegalengdir og lengri.
Heimsóknir og skreppitúrar austur fyrir fjall myndu verða miklu minna mál, taka skemmri tíma og við myndum ekki telja eftir okkur að labba milli húsa á Selfossi, eða í Þorlákshöfn, vegalengdir þar eru ekki svo miklar að óyfirstíganlegt sé að fara á fæti frá lestarstöð í hús.
Ég fagna þessari umræðu og hlakka til að heyra og sjá hana þróast.
Flokkur: Dægurmál | 28.3.2008 | 09:47 (breytt kl. 09:49) | Facebook
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.