Hún ömmusystir mín er látin í hárri elli, hefði orðið 100 ára í ágúst hefði hún lifað. Ég þekkti hana sem "gamla" konu. Þegar ég kynntist henni lítil stelpa, þá var hún um sextugt og búsett á Sólvallagötunni. Þegar ég fluttist í vesturbæinn áratugum síðar, þá mætti ég henni stundum á Hofsvallagötunni, þegar hún var á leiðinni í eða úr Vesturbæjarlauginni. Eitt skipti tókum við tal saman. Þá sagði hún mér frá því að hún væri nú eiginlega búin að lifa sjálfa sig af... hún hefði tekist á við alla þá helstu og skæðustu sjúkdóma, krabbamein þar með talið, og lifað það allt af. Hún þakkaði batann og góða heilsu sundferðum sínum í Vesturbæjarlaugina. Þá var Lauga frænka rúmlega áttærð.
Það var ekki fyrr en ég las minningargreinarnar um hana í Mogganum í morgun að ég áttaði mig á að þetta var sú frænka móður minnar sem tók hana í sveit hér um og uppúr 1930. Þetta er konan sem bjó í Geirshlíðarkoti. Ég vissi ekki heldur að hún hefði alið öll sín manndómsár í Borgarnesi, þar til hún missti mann sinn þá rétt um fertugt. Ég þekkti Laugu bara sem ömmusystur mína vestur í bæ.
En, svo dó önnur kona í fjölskyldunni, ekki alveg eins gömul. Hún var ekkjan hans Pálma í Hagkaup, en Pálmi, eins og móðir mín, voru systrabörn. Þannig er hún Lauga frænka móðursystir Pálma í Hagkaup. Og nú verða þessar konur jarðsungnar í dag, önnur kl. 13:00 og hin kl. 16:00.
Það lýsir ekki mikilli samvinnu að koma sér ekki saman um að flýta eða fresta annarri hvorri jarðarförinni! En við sem tilheyrum stórfjölskyldunni verðum semsagt svartklædd frá hádegi til kvölds og ökum á milli kirkna.
Kannski er þetta gert til að spara sér tíma og ljúka þessu öllu af á einum degi? Ef svo er, þá er tímaleysi okkar Íslendinga gengið út í öfgar....
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.