Sem nýbakaður hundaeigandi vakna ég á morgnana undir þeim félagslega þrýstingi sem Týra beitir mig, með lágværu ýlfri og óróleika. Týra vill út! Og ég fer á fætur, klæði mig vel og tek hundinn út í göngutúr.
Svo göngum við af stað. Núorðið þekki ég allvel helstu gönguleiðir um hverfið okkar og nýti mér opið svæði við Kópavogslækinn til lengri göngutúranna. Týra er vel uppalin hvolpur og veit að hundar gera þarfir sínar utandyra. Og eins og dyggðugum hundaeiganda sæmir, eru hundapokar í öllum vösum flíspeysa og útiflíka heimilisins. Samviskusamlega hirði ég öll þau stykki sem Týra skilar af sér og set í ruslið. Og nú hefur bæst við heilmikil þekking á mataræði hunda, þurrfóðri sem er í uppáhaldi og annað sem Týra fúlsar við. Stykkin sem Týra skilar eru í nákvæmu samræmi við neyslu hennar.
Því var það þegar barnabörnin tóku upp á því að fóðra hana á sætindum og brauði, þá gerði létt hægðatregða vart við sig og því fylgdi fleiri og lengri göngutúrar til að ganga þau mál í lag.
Á heimleið úr einum göngutúrnum með Týru var ég rétt stigin í hundaskít, á bláhorninu heima. Og enginn smálort... eins og fullvaxinn karlmaður hefði hægt sér þarna úti á horni. Eftir að hafa gengið framhjá þessum úrgangi tvo daga í röð, lét ég mig hafa það að beygja mig eftir þessu og hirða það upp, enda með pokana í öllum vösum núorðið. En, mig stórundrar hegðun einstaka hundaeigenda sem skilja úrgang dýra sinna eftir á gangstéttum, já jafnvel í tröppum og við útidyr ókunnugra húsa!
Flokkur: Dægurmál | 27.3.2008 | 10:07 (breytt kl. 10:09) | Facebook
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.