Löngum hefur það verið sagt að prófkjör væru ekki "kvenvæn" leið til vals á framboðslistum. Hér sannast það svo sannarlega...! Halldór er sigurvegarinn, kom, sá og sigraði. En, hinir karlarnir tveir, annar sem sóttist eftir 1.sætinu og hinn sem vildi 2.sætið raðast í næstu tvö sætin þar á eftir.
Ekki verður sagt að konur hafi ekki viljað gefa kost á sér í oddvitasætið, því bæði Þorbjörg Helga og Hildur vildu báðar leiða listann. Þorbjörg Helga lendir í fjórða sæti! Síðan raða konurnar sér niður listann, Hildur, Áslaug og Marta sem án efa er þeirra reyndust í borgarpólitíkinni.
Ég er nú ekki viss um að þessi uppröðun sé sérlega kjósendavænn. Verð nú að segja það!
Svo má velta því fyrir sér hvernig svona lagað geti gerst.... væri gaman að sjá kynjahlutfall kjósenda. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hingað til þótt vera "karla"flokkur, með karllæg gildi. Slíkt er auðvitað af og frá. Flokkur sem stendur vörð um fjölskyldugildi getur ekki verið bara karlaflokkur. Hann hefur líka verið talinn flokkur atvinnurekenda. Konur eru líka atvinnurekendur og ekki síst í henni Reykjavík. Ekki halda þau rök heldur. Þess vegna er það félagsfræðilega forvitnileg stúdía að skoða kynjahlutfallið og velta upp þeirri spurningu hvers vegna konurnar njóta ekki nægilegs trausts til að veljast í oddvitasætið. Skarð Hönnu Birnu verður vandfyllt.
Þessi niðurstaða kemur mér satt að segja á óvart.....
![]() |
Halldór oddviti sjálfstæðismanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.