Kona á sjötugsaldri situr heima og prjónar vettlinga

Þessi frétt er eiginlega ekki fyndin. Sorglegt að fólk keyri fullt og stingi svo af þegar komið er í óefni. En, að tilgreina að um sé að ræða konu á sjötugsaldri... það breytir þessari frétt úr sorglegum atburði í kómíska sögu. Konur á sjötugsaldri eiga nefnilega að sitja heima og sötra kaffið sitt, hvolfa síðan bollanum og halda áfram að prjóna.Eða það er það sem ég les úr þessari frétt.

Eru það fordómar að tilgreina aldurstug einstaklingsins sérstaklega þegar forsíðufrétt er skrifuð? Skiptir það máli hvort ökumaður er karl eða kona? Tvítugsaldur, fimmtugsaldur eða sjötugsaldur? Er það inntak fréttarinnar? Eða bara sá einfaldi sannleikur að ökumaður ók ölvaður og olli tjóni sem hann stakk af frá? 


mbl.is Kona á sjötugsaldri stakk af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband