Lífeyrismál landsmanna í tómu bulli

Þetta mál Lífeyrissj.stm.Kóp. er mjög undarlegt, að ekki sé nú meira sagt. Stjórnarformanninum er refsað fyrir að koma fé sjóðsins í skjól, meðan fárviðrið geysaði á fjármálamörkuðum í hruninu. Já, það má með góðum rökum segja að verðandi lífeyrisþegar hafi beinlínis grætt á vökulu augnaráði Gunnars og stjórnar sjóðsins.
En þegar við skoðum söguna, þá er þetta auðvitað mjög háðungleg útreið sem réttarkerfið fær. Leggur í ótrúlegan kosnað við réttarhöld sem skila heillum 300þús.krónum í sekt, og tveimur ákærenda gert að greiða 20% málskostnaðarins. Hlálegt!!!
Enginn hefur mér vitanlega rætt við Ögmund Jónasson og þá félaga í stjórn LSR. sem öfugt við Gunnar og Sigrúnu og stjórn LSK þá tókst þeim hjá LSR að tapa feitt.... og ekki græddu lífeyrisþegar, gamlir ríkisstarfsmenn og verðandi gamlir ríkisstarfsmenn á vinnubrögðum þeirra. Nei, ríkissjóður græddi.... eða hvað? Við sitjum að vísu uppi með Ögmund sem ráðherra, kannski það sé umbunin?
Hér sannast átakanlega það sem Ásmundur Stefánsson kvað upp úr í vikunni, það borgar sig ekki að safna til elliáranna.
Brandarinn um gömlu konuna sem kaus skemmtiferðaskiptið fram yfir elliheimilið í útlandinu er því miður ekki bara réttmætur, heldur ákaflega trúlegur!
Ég mun hiklaust velja að sigla um úthöfin frekan en þurfa að dveljast á elliheimili, ef ekki verður þá búið að eyðileggja ævisparnaðinn í lífeyrissjóðum mínum, skammta manni eins og ölmusuþega ellistyrkinn.... eða öllu heldur vasapeningana
Maugham skrifaði The Ant and the Grasshopper. Samfylkiningin þarf að lesa þá sögu vel og gera það upp við sig hvort þjóðin á að sýna dug og metnað, eða bara slá þessu upp í kæruleysi, hætta þessu sparnaðarbrölti og byrja að eyða fyrir alvöru. Það er ekkert fengið með því að leggja fyrir til mögru áranna.
Á Íslandi er fólki refsað fyrir að spara..... og beitt sektum ef það reynir að koma verðmætum sínum og eignum í skjól.


mbl.is Gunnar Birgisson greiði sekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband